Opus
Share
Opus er virknimiðstöð sem heyrir undir velferðasviði Reykjavíkur og var stofnað árið 2019 vegna skorts á úrræðum fyrir fatlað fólk. Árið 2020 fékk Opus afhent húsnæði við Völvufell 11 og byggðu það upp til þess að það henti þjónustunni sem þar er veitt. Opus heyrir undir Virknimiðstöð Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum starfsstöðum, sem eru Smiðjan og Iðjuberg. Virknimiðstöðin stuðlar að því að auka fjölbreytileika og auka samstarf milli þessara þriggja staða svo notendur geti valið þau verkefni sem veitir þeim áhuga og hvetur þau áfram. Sumir notendur kjósa að vera á einum stað en aðrir nýta þjónustu hjá tveimur eða þremur starfsstöðvum innan Virknimiðstöðvarinnar.
Virknimiðstöð Reykjavíkur hefur einn forstöðumann, hann Sigurbjörn Rúnar Björnsson, þroskaþjálfi, sem hefur yfirsýn yfir starfsemi þessara þriggja staða sem fellur undir Virknimiðstöð Reykjavíkur. Deildarstjóri Opus er Sif Maríudóttir, þroskaþjálfi og sér hún um daglegan rekstur og verkefnastjórnun sem fer fram í Opus. Leiðbeinendur Opus vinna einstaklega gott og mikilvægt starf og hjálpar notendum að auka sjálfstraust, finna áhuga sinn og hvetja í daglegri virkni.
Opus miðar sig af því að vera vinnu- og virkniúrræði sem veitir notendum tækifæri til þess að fara á almennan vinnumarkað með stuðning og geti fundið atvinnu sem tengist þeirra áhugasviði. Einnig býður Opus upp á virkniverkefni sem stuðlar af því að virkja fatlað fólk á því sviði sem það hefur áhuga, veita þeim tækifæri til þess að prófa nýja hluti og jafnvel víkka út þeirra áhugasvið með því að prófa verkefni sem þau hafa ekki gert áður.
Opus starfar samkvæmt þjónandi leiðsögn og með einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er maður á mann svo notendur fái óskerta einbeitingu til þess að virkjast, séu með stuðning og hvatningu til þess að verða betri í virkni og úthaldi. Opus er opin alla virka daga frá 08:30-15:50, og tímalengd í þjónustu fer alveg eftir því hvert úthaldið notandans sé, hve áhugi hans sé og vilji til þess að vera í þjónustu. Það er engin skyldugur til þess að vera alla daganna eða vera allan tímann. Unnið er að tíma sem hentar fyrir notanda í samvinnu milli deildarstjóra Opus og notandann sjálfan.'